fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – ,,Oft kallaður Kristján Kristalkúla“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmenía og Ísland gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM karla 2022 í kvöld. Leikið var ytra. Neðst í fréttinni má sjá hvað Twitter-notendur höfðu að segja eftir leik.

Ísland byrjaði leikinn betur og var meira með boltann. Það vantaði þó upp á færasköpun á köflum í fyrri hálfleik.

Besta færi fyrri hálfleiks fékk Brynjar Ingi Bjarnason þegar boltinn barst fyrir fætur hans eftir hornspyrnu. Hann skaut hins vegar yfir af stuttu færi.

Rúmenar tóku aðeins við sér þegar leið á fyrri hálfleik. Hætta skapaðist nokkrum sinnum fyrir framan mark Íslands eftir hornspyrnur. Besta færi Rúmena í hálfleiknum kom eftir eina slíka. Þá fór boltinn af Alin Tosca og yfir mark Íslands.

Íslenska liðið gerði sig þó líklegt til að skora í tvígang undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst gerði Albert Guðmundsson virkilega vel áður en hann átti skot framhjá marki heimamanna rétt fyrir framan vítateigslínu. Birkir Bjarnason fékk svo afbragðs færi stuttu síðar inn á teig Rúmena en Tosca kom til bjargar.

Staðan í hálfleik var markalaus. Frammistaða íslenska liðsins í hálfleiknum var heilt fyrir góð og hefði það hæglega getað farið með forystu inn í leikhlé.

Seinni hálfleikur var fremur rólegur. Þegar leið á hann færðu Rúmenar sig framar á völlinn, enda að meira að keppa fyrir þá en Ísland. Ianis Hagi komst langnæst því að skora fyrir þá á 85. mínútu þegar skot hans fyrir utan teig fór í innanverða stöngina á marki Íslands.

Inn vildi þó boltinn ekki, lokatölur 0-0 í Rúmeníu.

Úrslitin þýða að Rúmenía er í þriðja sæti, stigi á eftir Norður-Makedóníu sem er í umspilssætinu fyrir lokaumferðina. Rúmenía mætir Liechtenstein í lokaumferðinni á meðan Norður-Makedónía mætir Íslandi.

Ísland er í fimmta sæti en gæti endað í fjórða sæti riðilsins með sigri gegn Norður-Madedónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ræddu mikilvægi dagsins í dag – „Það er kannski dramatískt að segja það“

Ræddu mikilvægi dagsins í dag – „Það er kannski dramatískt að segja það“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögðu takk en nei takk við Tottenham

Sögðu takk en nei takk við Tottenham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea