fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vendingar í Kebabbrunamálinu í Keflavík – Grunaður um að hafa kveikt í staðnum sjálfur og Sjóvá neitar að borga

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 07:00

Veitingastaðurinn stóð við Hafnargötu 32 mynd/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega fertugan karlmann úr Reykjanesbæ fyrir brennu, að hafa skapað almannahættu og eignatjón og tilraun til fjársvika en í ákæru er manninum gefið að sök að hafa lagt elda að kjötstandi og grilli á veitingastað í hans eigu.

Þann 21. janúar á síðasta ári var slökkviliðið kallað til að Hafnargötu 32 í Reykjanesbæ. „Talið er næsta víst að eldurinn hafi kviknað út frá eldamennsku og þá líklega djúpsteikingu en lögregla rannsakar nú vettvang,“ sagði í frétt Fréttablaðsins um málið. Rúma klukkustund tók að slökkva eldinn, og tók maðurinn sjálfur þátt í því starfi. Svo fór að endingu að eigandinn var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Í ákæru héraðssaksóknara er maðurinn sagður hafa hellt eldhvetjandi efni á svæðin þar sem eldurinn kom upp, „á tveimur aðskildum stöðum í húsnæðinu.“ Annars vegar undir hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborði og hins vegar undir borði við kjötstand og grill kebabstaðarins.

„Með athæfi sínu olli ákærði eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið réð niðurlögum eldsins,“ segir í ákærunni.

Þá er maðurinn ákærður fyrir tilraun til fjársvika með því að hafa á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins Sjóvá-Almennar haft uppi kröfur um greiðslu bóta vegna tjóns sem hlaust af brunanum sem hann átti ekki rétt á. Segir í ákærunni að Sjóvá hafi hafnað greiðslu bótanna, og vísað til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Þingfesting málsins er á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness þann 16. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara