fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

ESB segir að Níkargva sé orðið lýðveldi óttans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 19:27

Útlægir Níkaragvabúar mótmæla kosningunum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, segir að kjósendur í Níkargva hafi verið sviptir frelsi og að kúgun yfirvalda gagnvart þeim sé ekki á undanhaldi. Hann lét þessi orð falla í gær í kjölfar kosninga í Níkargva um helgina en þar sigraði Daniel Ortega og hefur fljótlega fjórða kjörtímabil sitt sem forseti. Borrell sagði að kosningarnar hefðu ekki farið fram á sanngjarnan hátt og nú væri „einræðisstjórn“ við völd í landinu.

Hann sagði að í ljósi þess að Ortega hefði rutt öllum trúverðugum andstæðingum úr vegi væri ljóst að kosningarnar hefðu ekki verið frjálsar og sanngjarnar.

Allt frá því að mörg hundruð þúsund manns mótmæltu stjórn Ortega 2018 hefur stjórn hans gengið fram af mikilli hörku gagnvart mótmælendum. Borrell sagði að þetta þýði að fólk hverfi, deyi, sé fangelsað og misþyrmt. Níkaragva hafi breyst í „lýðveldi óttans“. Kosningarnar á laugardaginn hafi fullkomnað skiptin yfir í einræðisstjórn í landinu.

„Almenningur hefur verið sviptur tjáningarfrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi. Það er þaggað niður í stjórnarandstöðunni, starfsemi margra samtaka hefur verið bönnuð og ekkert lét er á kúgun yfirvalda gagnvart almenningi,“ sagði hann.

Samkvæmt niðurstöðum kosninganna þá hlutu Ortega og eiginkona hans, Rosario Murilllo, sem er jafnframt varaforseti, 75% greiddra atkvæða.

Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega og þá sérstaklega vegna þess að sjö manns, sem hugðust bjóða sig fram gegn Ortega, hafa setið í fangelsi síðan í júní. Aðrir pólitískir andstæðingar forsetans hafa endað í fangelsi eða verið neyddir til að fara í útlegð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben