fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Formenn stjórnarflokkanna vinna að gerð stjórnarsáttmálans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 09:00

Frá undirritun ríkisstjórnarsáttmálans 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu um helgina og eru nú farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nú sé farið að sjást til lands í þeim málum þar sem flokkana greinir á.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að viðræður formannanna hafi gengið ágætlega og nú séu þau byrjuð að skrifa stjórnarsáttmálann og hafi einsett sé að vinna vel í vikunni. Ekki sé útilokað að það hilli undir stjórnarsáttmála í vikulok.

Aðspurð um hvort einhver ágreiningsmál séu eftir sagði hún: „Við erum alla vega búin að botna mörg mál, kannski ekki búin að botna allt en svona komin á þann stað að það sjái til lands í þessu öllu saman.“

Varðandi ráðherrastóla og breytingar á ráðuneytum sagði hún að viðræðurnar séu í raun ekki komnar svo langt en líklega verði þau mál rædd síðar í vikunni. Sameiginlegt markmið formannanna hafi verið að ljúka við gerð málaefnagrunns áður en skipting ráðuneyta sé rædd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi