fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Refsingin yfir stjörnunuddaranum Jóhannesi Tryggva þyngd

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 14:45

Jóhannes Tryggvi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsing yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni var í dag þyngd af Landsrétti um eitt ár. Um er að ræða dóm fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en Jóhannes þarf nú að afplána 6 ára fangelsisdóm fyrir brotin.

Eins og DV greindi frá í byrjun árs var Jóhannes Tryggvi dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness  fyrir að nauða fjórum konum. Nauðganirnar áttu sér allar stað á nuddbekk Jóhannesar, en hann rak meðferðarfyrirtækið Postura og sagðist sérhæfa sig í meðferð við ýmsum stoðkerfakvillum. Meðferðin fór meðal annars fram í gegnum leggöng og endaþarm kvennanna. Jóhannes Tryggvi neitaði sök í málunum en framburður kvennannna var metinn trúverðugur.

Á fimmta tug kvenna gáfu sig árið 2017 og 2018 fram við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmann. Rúmlega 20 konur kærðu en að endingu var aðeins ákært í málum fjögurra kvenna.

Fimmta nauðgunarákæran gegn Jóhannesi er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þar gerði brotaþoli í málinu ekki kröfu um að þinghaldi yrði lokað og verður því réttað yfir Jóhannesi fyrir opnum tjöldum. Er það fyrsta opna kynferðisbrotamál fyrir íslenskum dómstólum í hið minnsta áratugi.

Sjá einnig: Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“