fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Kínverjar krefjast þess að ESB leiðrétti mistök sín í Taívan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 10:15

Fánar ESB og Taívan. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar eru öskureiðir yfir heimsókn sendinefndar frá Evrópusambandinu til Taívan í gær. í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu sagði að Evrópa eigi að hætta að senda röng skilaboð til aðskilnaðarsinnanna á Taívan.

Sendinefnd frá ESB fundaði með Tsai Ing-Wen, forseta Taívan, í gær. Kínverska utanríkisráðuneytið sagði að fundi loknum að ef þessu linni ekki muni það skaða samband ESB og Kína. „Við höfum beðið ESB um að leiðrétta þessi mistök og ekki senda röng skilaboð til aðskilnaðaraflanna sem tala fyrir sjálfstæði Taívan,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins í gær.

Sendinefnd ESB sagði í gær að Taívan sé verðmæt eyja sem verði að vernda. „Við komum hingað með einfaldan og skýran boðskap: Þið eruð ekki alein. Evrópa stendur með ykkur í að verja frelsið og réttarríkið og mannlega virðingu,“ sagði leiðtogi nefndarinnar, Frakkinn Raphael Glucksman.

Glucksmann er þekktur fyrir gagnrýni sína á Kína og fyrr á árinu settu stjórnvöld í Peking hann á lista yfir þá sem ekki mega koma til landsins.

Kínverska kommúnistastjórnin krefst þess að Taívan verði hluti af Alþýðulýðveldinu Kína en íbúar Taívan hafa lítinn áhuga á því. Þar búa 23,5 milljónir í þróuðu lýðræðisríki og hafa því lítinn áhuga á að lenda undir hæl kommúnistastjórnarinnar í Peking.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“