fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Stefán Þór er grunaður um að hafa nauðgað unnustu sinni á reynslulausn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. mars 2018 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Þór Guðgeirsson, sem er 37 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi. Hann er sagður að hafa á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð unnustu sinnar í desember fyrir tveimur árum. RÚV greinir frá.
Stefán Þór hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2012 fyrir hrottafengna nauðgun. Hann fékk síðar reynslulausn en á því tímabili er hann  grunaður um að hafa haldið unnustu sinni gegn vilja sínum á heimili hennar og nauðgað henni. Konan kærði Stefán Þór til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en dró kæruna svo tilbaka tveimur dögum seinna. Gaf hún þá skýringu að það væri best fyrir hana og hennar fjölskyldu að draga kæruna tilbaka.
Lögreglan hélt þó áfram með málið en ákæra var gefin út í nóvember á síðasta ári. Þinghald málsins er lokað en fram kemur í áðurnefndri frétt RÚV að konan gerir enga miskabótakröfu sem er óalgengt í kynferðisbrotamálum. Ályktun RÚV er sú að það bendi til þess að hún haldi sig við þá frásögn að ekkert brot hafi verið framið.
Nánar er fjallað um málið á vef RÚV
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ