fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Ben Waters kemur til Íslands

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 27. október 2021 15:28

Ben Waters - Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boogie-Woogie píanósnillingurinn Ben Waters kemur til landsins og leikur á tónleikum í Húsi máls og menningar, Laugavegi 18, föstudaginn 29. október klukkan 20:00.

Honum til halds og trausts leikur undir hjá honum hljómsveit Begga Smára, Bex Band. Waters mun einnig koma fram sem sérstakur gestur á vikulegu blús/boogie woogie kvöldi Dillon fimmtudaginn 28.október klukkan 21:00. Það var einmitt á slíku kvöldi árið 2017 sem hann kynntist íslensku tónlistarsenunni fyrst en þá kom hann þar við með syni sínum, Tom Waters, saxófónleikara.

Þá verður Waters einnig gestur á Guitarama í Bæjarbíói og mun halda sólónleika á Bárunni Brugghúsi laugardaginn 30.október klukkan 14:00.

Ben Waters er hluti af hljómsveit Rolling Stones goðsagnarinnar Ronnie Wood (Ronnie Wood & his Wild Five) en
sú sveit gaf nýlega út plötuna Mr Luck, sem var tekin upp live í Royal Albert Hall. Á henni komu einnig fram tónlistarmenn eins og Paul Weller, forveri Wood í Rolling Stones, Mick Taylor og Mick Hucknall.

Mynd/Aðsend

Lengi vel starfrækti Waters lengi sveitina A,B,C & D of Boogie-Woogie með Charlie Watts, en hann féll frá fyrir skömmu.
Upphaf samstarfs hans og meðlima Rolling Stones má rekja til útgáfu plötunnar Boogie 4 Stu, sem er tileinkuð Ian Stewart einum af stofnendum Rolling Stones en á þeirri plötuléku allir núverandi og fyrrverandi meðlimir Stones.

Hann kemur reglulega fram hjá Jools Holland á BBC enda skarast áhugi þeirra tveggja í boogie-woogie og þá er hann í verkefni með Jeff Beck um þessar mundir.

Mikil tónlist er í fjölskyldu hans en eins og áður segir er Tom Waters sonur hans mikill saxófón snillingur og koma þeir feðgar gjarnan fram saman. Svo kemur Waters gjarnan fram með tónlistarkonunni PJ Harvey en þau eru systkinabörn.

Ben spilar kraftmikið boogie-woogie og rokk og ról í anda gömlu meistaranna og er rómaður fyrir einstaka nálgun á tónleikum þar sem gestir taka mikinn þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar