fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Einn fremsti hestamaður Íslands sakfelldur fyrir heimilisofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. október 2021 21:30

Jóhann Rúnar Skúlason. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn fremsti hestaíþróttamaður Íslands, Jóhann Rúnar Skúlason, hefur verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku, skv. frétt Mannlífs.

Er Jóhann sagður hafa verið með ökklaband um tíma við afplánun dómsins. Málið snýst um líkamsárás Jóhanns á fyrrverandi eiginkonu sína.

Jóhann er margfaldur heimsmeistari á mótum íslenska hestsins og hefur unnið til fjölda annarra verðlauna. Hann hefur verið tilnefndur til vegtyllunnar Íþróttamaður ársins.

Þrátt fyrir dóminn er Jóhann enn í landsliði Íslands í hestaíþróttum. „Jóhann er ríkjandi heimsmeistari og á sem slíkur sjálfkrafa sæti í landsliðinu, enda á hann rétt á að verja titla sína á næstu heimsleikum, reglum samkvæmt,“ segir Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, í samtali við Mannlíf. Segir hann þó mál Jóhanns vera í skoðun.

Sjá nánar á vef Mannlífs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið