fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Sigmundur gagnrýnir Framsókn fyrir að nota klámstjörnu í kosningabaráttunni – „Þetta virkaði“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. október 2021 19:30

Til vinstri: Sigmundur Davíð - Til hægri: Ósk Tryggvadóttir, Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur í Fréttavaktinni á Hringbraut í vikunni. Þar ræddi Sigmundur meðal annars um Framsóknarflokkinn en Sigmundur var einmitt formaður þess flokks á sínum tíma. 

Í þættinum gagnrýndi Sigmundur Framsóknarflokkinn harðlega fyrir áherslubreytingar í aðdraganda kosninganna. Hann segir flokkinn til að mynda hafa farið mjög hart til vinstri. „Fengu meira að segja fram­bjóð­endur frá Sam­fylkingu og öðrum vinstri flokkum á lista hjá sér og fóru mikið í slíkar á­herslur,“ segir hann til að mynda.

Þá gagnrýnir Sigmundur einnig „brellur“ flokksins í kosningabaráttunni og nefnir þar til dæmis samkvæmi sem flokkurinn hélt. Í samkvæminu sem um ræðir var OnlyFans-stjarnan Ósk Tryggvadóttir fengin til að sýna listir sínar sem eldgleypir eins og mbl.is greindi frá í haust. Fyrr á árinu vakti Ósk mikla athygli fyrir að opna sig um það hvernig það er að vera klámstjarna hér á landi.

Sjá einnig: Ósk og Ingólfur selja kynlífsmyndir og myndbönd af sér – Lögreglan kom að þeim að stunda kynlíf – „Við fríkuðum bara út“

„Tóku upp á alls konar brellum, það hefði komið mér á ó­vart á sínum tíma ef Fram­sóknar­flokkurinn hefði haldið sam­kvæmi þar sem yfir­lýst klám­stjarna var fengin til að vera eld­gleypir. Þetta var flokkur sem var svona vanari karla­kórum og ein­hverjum slíkum at­riðum en þau fóru mikið í það sem maður segir á ensku, að „rebranda“ sig,“ segir Sigmundur en ljóst er að hann er ekki svo hrifinn af þessari þróun hjá sínum gamla flokki.

Sigmundur kemur svo með sína kenningu fyrir góðu gengi Framsóknarflokksins í kosningunum en hann segir að auglýsingastofan sem sá um kosningabaráttuna þeirra eigi heiðurinn á því.

„Aðalástæðan fyrir úrslitunum var þessi auglýsingastofa sem las tíðarandann miklu betur en ég hefði gert mér grein fyrir með þessu ótrúlega slagorði: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ Það var bara stemningin. Fólk var orðið leitt á þessu, búnir að vera 18 mánuðir án stjórnmála og svo allt í einu koma 10 flokkar með sína stefnu og sína auglýsingar og þetta virkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum