fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Selja Orkureitin fyrir tæpa fjóra milljarða króna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. október 2021 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reitir hafa náð samkomulagi Íslenskir fasteignir ehf. um sölu á svokölluðum Orkureit fyrir 3.830 milljónir króna. Um er að ræða fasteignina við Ármúla 31 ásamt öllum nýbyggingarheimildum á lóðinni í heild í tengslum við nýtt deilisskipulag sem hefur verið auglýst og er nú í úrvinnslu hjá Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reitum.

Þar er tekið fram að kaupin nái ekki til fasteignarinnar við Suðurlandsbraut 34, gamla Rafmagnsveituhúsið, sem gegnt hefur stóru hlutverki í baráttu við kórónuveirufaraldurinn.

Þá kemur fram að kaupverðið sé greitt með peningum við undirritun kaupsamnings og að samkomulagið sé gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á hinu selda og gildistöku deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að undirritun kaupsamnings og afhending eigi sér stað á fyrsta ársfjórðungi 2022.

Með samkomulaginu skuldbinda Reitir sig til samstarfs um hönnun, útfærslu og kaupa á um 1.520 fermetrum af atvinnuhúsnæði sem byggt verður á lóðinni.

Salan mun ekki hafa áhrif á rekstrarafkomu Reita árið 2021 þar sem afhending hins selda mun ekki eiga sér stað fyrr en í ársbyrjun 2022. Með sölunni mun rekstrarhagnaður félagsins lækka um 70 m.kr. á ársgrundvelli. Söluhagnaður vegna viðskiptanna er áætlaður um 1.300 m.kr.

Orkureiturinn er miðsvæðis í borginni, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær einnig upp að Ármúla. Reiturinn liggur við fyrirhugaða Borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni. Tillagan gerir ráð fyrir að lágreist hús sem standa við Ármúla víki fyrir 3-8 hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fær virðingarsess á lóðinni. Að hámarki verða 436 íbúðir á reitnum ásamt um 4-6 þúsund fermetrum atvinnuhúsnæði. Hámarksbyggingarmagn skv. nýju deiliskipulagi er rúmlega 44 þúsund fermetrar.

Finna má nánari upplýsingar á www.orkureitur.is

Svona er framtíðarsýnin varðandi uppbygginguna á reitnum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“