fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Metnaður í Vogunum – Reyndu við Elísabetu og tvo aðra stóra

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 15. október 2021 19:00

Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Vogum reyndi ítrekað að fá Elísabetu Gunnarsdóttur til að taka við liðinu áður en hún skrifaði undir nýjan samning við Kristianstad í dag. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Þróttarar leika sem nýliðar í Lengjudeild karla á næstu leiktíð eftir að hafa unnið 2. deild síðasta sumar.

Liðið er í leit að nýjum þjálfara eftir að Hermann Hreiðarsson hvarf á braut og tók við ÍBV á dögunum.

Elísabet skrifaði undir nýjan eins árs samning við Kristianstad í gær og verður því ekki þjálfari Þróttar þrátt fyrir metnaðarfulla tilraun.

Þá var sagt frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að Heimir Hallgrímsson og Ágúst Gylfason hafi einnig verið á óskalista Þróttar.

Ágúst tók við þjálfun Stjörnunnar í dag eftir að hafa stýrt Gróttu undanfarin tvö tímabil. Heimir er án starfs eftir að hafa yfirgefið Al Arabi í Katar.

Heimir Hallgrímsson.
Ágúst Gylfason.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi