fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Karlmennskuspjallið liðið undir lok – „Viltu ekki bara gera mér einn greiða, taka þetta blað, troða því upp í rassgatið á þér og láta mig í friði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. október 2021 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinum umdeilda umræðuhóp Karlmennskuspjallið hefur verið lokað í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins 24.is. Hópurinn finnst ekki lengur á Facebook og í nýrri frétt 24.is er því haldið fram að einn stofnenda hópsins hafi staðfest að síðunni hafi verið lokað. Þá hafði blaðamaður miðilsins samband við Baldur Garðarsson líffræðing og kennara sem var  áberandi á Karlmennskuspjallinu. Baldur vildi lítið tjá sig en lét þó hafa eftirfarandi ádrepu eftir sér. „Viltu ekki bara gera mér einn greiða, taka þetta blað, troða því upp í rassgatið á þér og láta mig í friði.“

Löng og ítarleg umfjöllun 24.is um Karlmennskuspjallið vakti talsverða athygli í vikunni. Í henni kom fram að svæsin og óvægin hatursorðræða gegn konum og hinum ýmsu minnihlutahópum viðgengist í hópnum en alls voru rúmlega sjö hundruð meðlimir í grúppunni þegar henni var lokað. Aðeins hluti meðlima var virkur í hinum  umræðunum sem áttu sér djúpar rætur í andfemínisma og vantrausti til kvenna að mati 24.is.

Eitt algengasta málefnið í hópnum var umræða um þolendur kynferðisofbeldis sem stigu fram með sínar sögur sem og umræða um þekkt metoo-mál síðustu mánaða eins og mál tónlistarmannsins Auðar, Sölva Tryggvasonar, Ingó Veðurguðs og landsliðsins í fótbolta. Þau ummæli sem voru látin falla í hópnum eru varla prenthæf en þau má lesa í hinni ítarlegu frétt 24.is.

Eins og áður segir vakti umfjöllunin mikla athygli og í raun og skapaðist verulega ólga í garð meðlima Karlmennskuspjallsins. Þannig birti öfgafemínistasíðan Knuz.is félagatal Karlmennskuspjallsins en þar mátti sjá nöfn  rúmlega sjö hundruð meðlimi hópsins. Í kjölfarið kepptust meðlimir Knuz.is  að fara yfir listann og jafnvel útiloka þá vini sem að voru meðlimir síðunnar.

,,Mér fannst afar fróðlegt (og gleðilegt) að sjá að ekki einn einasti af þessum leppalúðum tilheyrir mínum 5000 vinahópi á facebook. En það er FRÁBÆRT að vekja athygli á hvaða skítur leynist í skúmaskotum mannlegrar flóru. Takk fyrir þetta, skrifaði leikkonan dáða Edda Björgvinsdóttir og tóku fjölmargar konur undir þau orð.

Þá eru dæmi þess að settar hafi verið á fót herferðir gagnvart meðlimum Karlmennskuspjallsins á samfélagsmiðlum þar sem að hvatt er til þess að fyrirtæki meðlima séu sniðgengin. Í ljósi ólgunnar virðast því stjórnendur Karlmennskuspjallsins hafa talið það farsælast að loka síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?