fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Lítt þekkt ættartengsl: Helgabörn gera það gott

Eyjan
Þriðjudaginn 12. október 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum greindi Viðskiptablaðið frá velgengni líftækni- og hönnunarfyrirtækisins Vitrolabs sem staðsett er í San Jose í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Stofnandi og stjórnandi fyrirtækisins er Íslendingurinn Ingvar Helgason en hinn göfugi tilgangur fyrirtækisins er að þróa leður fyrir tískuiðnaðinn sem ræktað er á tilraunastofu. Sú þróun er langt kominn og í áðurnefndri frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að virði fyrirtækisins er nú um 11 milljarðar króna.

Ingvar hefur talsverða reynslu af tískuiðnaðinum en hann stofnaði fatamerkið Ostwald Helgason ásamt eiginkonu sinni.

Færri vita að Ingvar á þjóðþekkt systkini sem einnig hafa gert það gott hvert á sínu sviði. Foreldrar Ingvars eru þau Sigrún Davíðsdóttir blaðakona og rithöfundur og dr. Helgi Guðmundsson, prófessor í íslenskum fræðum. Þau Sigrún og Helgi eiga auk Ingvars synina Davíð og Ara Helgasyni.

 

 

Davíð Helgason. Mynd:Aðsend

Davíð er þekktastur fyrir aðkomu sína að tæknifyrirtækinu Unity sem hann stofnaði og byggði upp ásamt viðskiptafélögum sínum. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið ótrúlegur og í apríl á þessu ári var greint frá því að Davíð væri kominn á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Alls voru auðæfi hans þá metið á sléttan milljarð bandaríkjadala eða 127 milljarða króna á gengi þess tíma.

Sjá einnig: Hver er nýi íslenski milljarðamæringurinn á lista Forbes? – Maðurinn með kragann og milljónirnar

 

Ari Helgason

Ari er síðan þekktur fjárfestir og hefur unnið náið með bróður sínum Davíð. Hefur milljarðamæringurinn meðal annars látið þau orð falla að Ari sé besti fjárfestir Evrópu.

 

Egill Helgason

Bræðurnir þrír eiga síðan samfeðra hálfsystkini sem hafa gert það gott. Annars vegar er það fjölmiðlamaðurinn dáði Egill Helgason og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Halla Helgadóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna