fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ógnarástand á heimili – Sendi sambýliskonunni mynd af exi og hótaði að setja hana í „höfuðið á öllum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. september 2021 16:15

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. september síðastliðinn var karlmaður dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir mörg og margvísleg ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni og börnum þeirra.

Maðurinn var ákærður í mörgum ákæruliðum og sakfelldur í flestum þeirra. Var hann í dómnum sakaður um að hafa skapað ógnarástand á heimilinu. Ofbeldi hans braust meðal annars fram í andstöðu hans við að eiginonan færi í flugferðir en hún starfaði sem flugfreyja. Var hann meðal annars ákærður fyrir að hafa sent konunni eftirfarandi smánandi og vanvirðandi skilaboð á Messenger:

„Þu skemmdir heimilis astandið með stanslausum frammhja holdum og fara
a bakvið mig að […] hórast“

 „[…]Sagðiru lækninum ekki frá hóru ferlinum?“

 „[…]Dansa við negra a ballinu. Horfði a það. Haltu bara kjafti[…]“

 „[…]Hata þig. Algjort fifl.“ „[…]annað hvort ertu alveg týnd eða eitthver ílla innrættasta manneskja sem
er til[…]“

„[…]ef ég vil sofa þar sem ég á eignarhlut. kem ég ef mig langar[…]“

Einnig sendi hann konunni mynd af exi og eftirfarandi skilaboð:

„[…]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi
hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum […]“

Maðurinn er ennfremur sagður hafa hótað að hringja inn sprengjuhótun ef konan færi í flug.

Stórfelld brot í nánu sambandi

Maðurinn er ákærður fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og er ofbeldisferillinn sagður ná yfir 11 ára tímabil, frá 2009 til 2020. Maðurinn er einnig ákærður fyrir brot á barnaverndarlögum, meðal annars með því er að hafa ráðist á konuna er hún hélt á dóttur beggja, öskrað á konuna og kastað til innanstokksmunum. Eftir að konan hringi í vinkona sína og bað hana um að forða sér af heimilinu elti maðurinn þær í bíl, konuna, dótturina og vinkonuna, ók hratt og ógnandi á eftir þeim, á móti þeim, í veg fyrir þær og við hliðina á þeim. Sluppu konurnar við illan leik inn á lögreglustöð.

Framburður konunnar var studdur framburði vitna auk þess sem manninum hafði áður verið gert að sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimilinu. Úrskurðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum um þetta í mars árið 2020.

Maðurinn játaði hluta af ákæruliðunum en neitaði öðrum. Niðurstaðan var sú að hann var sakelldur í flestum ákæruliðunum, dæmdur í 16 mánaða fangelsi og til að greiða 2,1 milljón í miskabætur.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum