fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Tengdadóttir hótelstjórans tók myndir í talningarsalnum – og eyddi þeim síðan

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. september 2021 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. Umdeild talning í norðvesturkjördæmi fór fram á hótelinu. Þetta kemur fram á Vísir.is

Á myndunum sjást bæði kjörkassar með innsigli en líka aðrir opnir kassar sem virðast innihalda kjörseðla.

Tengdadóttirin heitir Sonja Blomsterberg og maki hennar er Jón Pétursson, sonur Péturs Geirssonar hótelstjóra.

Jón segir í samtali við Vísi ekki vita af hverju Sonja hafi eytt myndunum, en sjálf svaraði hún ekki fréttamönnum.

Sonja er ekki starfsmaður yfirkjörstjórnar og hafði ekki aðkomu að talningunni.

Nokkrir starfsmenn hótelsins voru á vakt og voru með lykla að rýminu þar sem atkvæði voru geymd í talningunni. Jón segir að Sonja hafi ekki verið með lykla að rýminu.

Ljóst er að talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi á eftir að draga dilk á eftir sér. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu sem endurtaldi atkvæðin eftir að tölunum var skilað, hefur hann viðurkennt að atkvæðin voru ekki innsigluð þarna á milli eins og kosningalög gera ráð fyrir.

Karl Gauti Hjaltason hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglu, en hann féll úr jöfnunarsæti fyrir Miðflokkinn við endurtalninguna. Þá hefur Magnús Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, sagst ætla að kæra framkvæmdina til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi.

Endurtalið eftir ábendingu frá formanni landskjörstjórnar – „Ef menn ætla að svindla í kosningum þá svindla þeir í kosningum“

Sjáðu muninn milli talninga sem felldi Karl Gauta – Auðum seðlum fækkaði um tólf

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið