fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Sjáðu muninn milli talninga sem felldi Karl Gauta – Auðum seðlum fækkaði um tólf

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 27. september 2021 13:29

Karl Gauti hefur kært framkvæmd talningarinnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi á eftir að draga dilk á eftir sér. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, virðist hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að endurtelja atkvæðin eftir að tölunum var skilað og hefur hann viðurkennt að atkvæðin voru ekki innsigluð þarna á milli eins og kosningalög gera ráð fyrir.

Karl Gauti Hjaltason hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglu, en hann féll úr jöfnunarsæti fyrir Miðflokkinn við endurtalninguna. Þá hefur Magnús Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, sagst ætla að kæra framkvæmdina til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi.

Eins og sést hér á meðfylgjandi töflu er nokkur munur milli talninganna tveggja, og sem dæmi þá fjölgar atkvæðaseðlum um tvo í endurtalningunni. Þá fækkar auðum atkvæðaseðlum um tólf milli talninga, en ógildum fjölgar um ellefu.

Viðreisn missir níu atkvæði milli talninga, atkvæðum Sjálfstæðisflokks fjölgar um tíu, Miðflokkur missir fimm en Framsókn fær fimm til viðbótar.

Þessar breytingar voru nóg til þess að riðla röðun jöfnunarmanna í kjördæminu sem svo hafði keðjuverkandi áhrif á röðun jöfnunarmanna um allt land. Fimm þingmenn fóru út, aðrir fimm komu inn og það sem kom Íslandi í heimspressuna – að við værum fyrsta Evrópuþjóðin til að kjósa konur í meirihluta á þingi – var ekki lengur staðreynd. Þingstyrkur hvers flokks breyttist þó ekki.

 

Talningaklúðrið í Norðvestur setti Twitter á hliðina – Karl Gauti og Magnús kæra kosninguna

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“