fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Kjördagur hjá Þorgerði Katrínu: „Skemmtilegasti dagur kosningabaráttunnar“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 25. september 2021 13:26

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kaus fyrir hádegi í Lækjarskóla í Hafnarfirði og hefur síðan haft nóg fyrir stafni. Hún segist ekki hafa neinar ákveðnar hefðir á kjördag.

„Ég er ekki beint með ákveðnar hefðir á kjördegi. Ég vakna upp úr klukkan átta og fæ mér góðan morgunmat. Ég er snyrtileg á kjördag, mér finnst það skipta máli. Þetta er hátíðisdagur og dagur sem við sem lýðræðisþjóð eigum að fagna. Ég kýs iðulega á milli tíu og ellefu, oftast í  kringum hálfellefu. Það er kannski svona það eina sem ég held verulega í á þessum skemmtilegasta degi kosningabaráttunnar,“ segir hún.

Dagurinn í dag er vel skipulagður hjá henni.  „Ég ætla að fara suður með sjó og heimsækja fólkið mitt í Keflavík, frambjóðendur Viðreisnar þar. Svo ætla ég að fara á kosningaskrifstofuna hér á höfuðborgarsvæðinu og inn á milli fá mér gott kaffi og vínarbrauð – og auðvitað hala inn atkvæðum. Það er ekki þannig að þetta sé búið á kjördag, þessu lýkur ekki fyrr en klukkan tíu um kvöldið, og atkvæðin þurfa að skila sér í hús. Við þurfum að minna kjósendur á að við í Viðreisn ætlum að gefa framtíðinni tækifæri og gera líf fólks auðveldara og betra. Svo fögnum við saman á kosningavöku okkar á Skor í JL-húsinu á laugardagskvöld,“ segir hún.

Þorgerður Katrín kaus í morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta