fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Söguleg tíðindi – Fyrsta geimferðin með eingöngu „ferðamenn“ innanborðs

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 07:04

Frá geimskoti Space X. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sögulegu tíðindi urðu í nótt að geimfarinu Inspiration4 var skotið á loft frá Kennedy Space Center í Flórída. Um borð eru fjórir „ferðamenn“, það er að segja enginn atvinnugeimfari er um borð. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar, sem er með áhöfn sem hefur ekki mikla reynslu af geimferðum, fer á braut um jörðina.

Fjórmenningarnir hafa aðeins hlotið nokkurra mánaða þjálfun en atvinnugeimfarar hljóta margra ára þjálfun áður en þeir fara út í geim.

Fyrri ferðir með „geimferðamenn“ hafa aðeins varað í nokkrar mínútur og þeir hafa ekki farið á sporbraut um jörðina.

Það er SpaceX sem smíðaði geimfarið en það er hinn 38 ára gamli kaupsýslumaður Jared Isaacman sem greiðir kostnaðinn sem hefur ekki verið gefinn upp. Talið er að hann hlaupi á tugum milljóna dollara.

Með Isaacman eru þrír minna efnaðir einstaklingar á aldrinum 29 til 51 árs, ein karl og tvær konur. Þau voru valin úr hópi umsækjenda.

Reiknað er með að geimfarið fari upp í 575 kílómetra hæð en til samanburðar má nefna að Alþjóðlega geimstöðin er i 408 kílómetra hæð yfir jörðu.

Geimfarið mun þjóta hring eftir hring um jörðina næstu daga á 28.000 kílómetra hraða á klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli