fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Landsréttur leyfir lögreglu að gramsa í gemsa dópsala

Heimir Hannesson
Mánudaginn 13. september 2021 16:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti fyrir helgi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mætti skoða innihald tveggja farsíma sem lagt var hald á í tengslum við rannsókn á fíkniefnalagabroti.

Forsaga málsins er sú að þann 13. ágúst síðastliðinn stöðvaði lögregla bifreið vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þegar lögreglumaður varð var við sprautunál inni í bifreiðinni hófst leit að fíkniefnum í bílnum, þrátt fyrir orð ökumannsins um að hann væri hættur neyslu. Þegar lögreglumenn urðu þess áskynja að ökumaðurinn væri að reyna að fela bakpoka undir sæti bílsins óskuðu lögreglumennirnir eftir að fá að sjá innihald hans. Ökumaðurinn neitaði.

Á meðan á þessu stóð segir í úrskurðinum að ökumaðurinn hafi sífellt verið að fá smáskilaboð í farsímasinn sem hann setti svo í jakkavasann sinn. Ökumaðurinn var síðar handtekinn og við öryggisleit fundust fíkniefni í buxnavasa hans.

Í bakpokanum fundust þá talsvert magn ætlaðra ávana- og fíkniefna auk lyfseðilsskyldra læknalyfja, svokallaðs læknadóps. Einnig fann lögregla á sama stað töluverða fjármuni í reiðufé.

Lögreglan krafðist þess fyrir héraðsdómi að fá að rannsaka innihald farsímanna tveggja, sem einnig fundust við áðurnefnda leit, og fékk til þess heimild Héraðsdóms, meðal annars á þeim grundvelli að rökstuddur grunur væri fyrir því að ökumaðurinn hafi gerst sekur um alvarlegt brot gegn hegningar- og ávana- og fíkniefnalögum.

Sem fyrr sagði staðfesti Landsréttur þann úrskurð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast