fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Forsetafrúin á vitnalista vegna kynferðisbrotamáls á Bessastöðum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. september 2021 09:58

Eliza Reid forsetafrú mun setja herferðina af stað Mynd: Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eliza Reid forsetafrú má samkvæmt öruggum heimildum DV eiga von á því að verða kölluð inn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til skýrslutöku, hafi það ekki þegar verið gert, vegna rannsóknar lögreglunnar á kynferðislegri áreitni sem kærð hefur verið til lögreglu.

Líkt og greint var frá í morgun kærði fyrrverandi starfsmaður forsetaembættisins kynferðislega áreitni samstarfsmanns hjá embættinu. Gagnrýndi maðurinn viðbrögð embættisins við áreitinu sem urðu að endingu til þess að hann hrökklaðist úr starfi og flutti frá Bessastöðum. Málin eru sögð teygja sig aftur til ársins 2015 en áreitnin náð hámarki í starfsmannaferð til Parísar árið 2018. Þá hafi meintur gerandi brotið bæði á kæranda í umræddu máli, sem og öðrum, og verið sendur í leyfi.

Í viðtali við Fréttablaðið í morgun gagnrýnir þolandinn harðlega að meintur gerandi hafi fengið að snúa til baka í starfið sitt.

DV fjallaði um málið síðast síðastliðið sumar.

Sjá nánar: Maður sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni við starfsfólk á Bessastöðum heldur starfi sínu en þolendur hans flýja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki