fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þáði ekki bólusetningu og greindist með kórónuveiruna – Forsetinn fordæmir aðkast frá almenningi

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 12:15

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal og Sviss, greindist á dögunum með kórónuveiruna. Síðar kom það í ljós að leikmaðurinn hafi hafnað bólusetningu gegn veirunni. Jose Mourinho, stjóri Roma á Ítalíu, hefur hvatt leikmanninn til að láta bólusetja sig. Forseti svissneska knattspyrnusambandsins kom Xhaka til varnar.

Xhaka var á leið í landsliðsverkefni með Sviss er hann greindist með veiruna.

Það var svo undir nýjustu færslu hans á Instagram sem Mourinho skrifaði undir ,,fáðu sprautuna Granit og vertu öruggur.“

Eftir að í ljós kom að Xhaka hafði hafnað boði í bólusetningu mætti hann harkalegri gagnrýni frá almenningi. Dominique Blanc, forseti knattspyrnusamband Sviss, kom leikmanninum til varnar.

,,Við stöndum fyrir virðingu og skilningi. Þess vegna fordæmum við hegðun fólks í garð Granit Xhaka vegna ákvörðunnar hans um að láta ekki bólusetja sig.“

Xhaka svaraði Mourinho með því að skrifa einfaldlega ,,takk herra.“ Hvort að það þýði að leikmaðurinn ætli sér í bólusetningu er ekki vitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina