Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal og Sviss, greindist á dögunum með kórónuveiruna. Síðar kom það í ljós að leikmaðurinn hafi hafnað bólusetningu gegn veirunni. Jose Mourinho, stjóri Roma á Ítalíu, hefur hvatt leikmanninn til að láta bólusetja sig. Forseti svissneska knattspyrnusambandsins kom Xhaka til varnar.
Xhaka var á leið í landsliðsverkefni með Sviss er hann greindist með veiruna.
Það var svo undir nýjustu færslu hans á Instagram sem Mourinho skrifaði undir ,,fáðu sprautuna Granit og vertu öruggur.“
Eftir að í ljós kom að Xhaka hafði hafnað boði í bólusetningu mætti hann harkalegri gagnrýni frá almenningi. Dominique Blanc, forseti knattspyrnusamband Sviss, kom leikmanninum til varnar.
,,Við stöndum fyrir virðingu og skilningi. Þess vegna fordæmum við hegðun fólks í garð Granit Xhaka vegna ákvörðunnar hans um að láta ekki bólusetja sig.“
Swiss FA president Dominique Blanc:
“We stand for respect and tolerance. Therefore we condemn the hostility against Granit Xhaka for not being vaccinated.” 🇨🇭
— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021
Xhaka svaraði Mourinho með því að skrifa einfaldlega ,,takk herra.“ Hvort að það þýði að leikmaðurinn ætli sér í bólusetningu er ekki vitað.
Xhaka’s reply to Mourinho pic.twitter.com/BbXhjpbxFC
— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021