fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Gróf ofbeldisbrot í Reykjavík í nótt: Hrinti konu og skallaði hana – Annar sparkaði í konu og hrækti á lögreglumenn

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 4. september 2021 07:57

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem mikið hafi verið um líkamsárásir í Reykjavíkurborg í gærkvöldi og gærnótt, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að minnsta kosti kölluð til vegna fjögurra slíkara í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar.

Sú fyrsta átti sér stað á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið en þar var kona slegin í andlitið. Þegar lögregla kom af vettvangi var árásaraðili farinn.

Önnur árásin átti sér stað við heimili í Laugardalnum um miðnætti. Þar var ráðist á konu sem var við stigagang á heimili sínu. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið, sem varð til þess að gleraugu hennar brotnuð og fékk hún áverka í andliti. Árásarmaðurinn fór í kjölfarið inn í íbúð á stigaganginum.

Þriðja árásin átti sér stað stuttu seinna, og aftur í Laugardalnum. Þar sparkaði maður í konu. Þegar lögregla kom á vettvang hrækti maðurinn á lögregluþjónana. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Fjórða atvikið var fyrir framan veitingahús í miðborginni. Þá var ráðist á ölvaðan mann sem fékk fyrir vikið skurð fyrir neðan auga. Hann fékk að aðhlynningu frá starfsfólki úr sjúkrabíl, en árásaraðilarnir voru farnir af vettvangi þegar lögeglu bar að garði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“