fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Harmleikur á Hörgárbraut gerður upp í dómsal – Skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa ekið á barn

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 2. september 2021 17:30

mynd/Skjáskot af RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgárbraut á Akureyri. Í dómi er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreið sinni yfir gangbraut á móti rauðu gangbrautarljósi með þeim afleiðingum að barn varð fyrir bifreið mannsins.

Barnið slasaðist alvarlega við slysið. Í dóminum yfir manninum segir að barnið hafi hlotið tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti, viðbeinsbrot, mar á vinstri lunga og loftbrjóst auk mjaðmagrindarbrots og lærleggsbrot.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi, sem fyrr segir, og er sakfelldur sem fyrr segir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Í ljósi hreins sakaferils mannsins þótti dóminum rétt að skilorðsbinda refsingu mannsins.

Til viðbótar við skilorðsbundinn fangelsisdóm þarf maðurinn að sæta fjögurra ára sviptingu ökuréttinda og greiða sakarkostnað, sem þó var aðeins 35 þúsund krónur.

Undanfarin ár hafa íbúar kvartað sáran undan ástandi gatnamóta og göngubrauta á Hörgárbraut. Í frétt RUV um málið í febrúar í fyrra sagði að ítrekað hefði verið ekið á fólk við Hörgárbraut. Skipulagsráð Akureyrarbæjar sagðist þá jafnframt harma slysin.

Í september í fyrra sagði DV meðal annars frá því að maður hefði verið dæmdur til þess að greiða konu tvær milljónir í bætur eftir að hafa ekið á konuna og hund hennar á þessum sömu gatnamótum. Þá hafa fjölmörg önnur slys orðið þar á undanförnum árum.

Sjá nánar: Ók á konu og hund hennar á Hörgárbraut – Greiðir tvær milljónir í bætur

Nú hefur verið gripið til aðgerða. Hafa bæjaryfirvöld sett upp gönguljós á göngugötunni, bætt lýsingu við göngubrautina og sett upp myndavél við gatnamótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“