fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

13 ára stúlka mætir meintum geranda sínum í Héraðsdómi Norðurlands eystra – Ákært fyrir samræði og áreitni

Heimir Hannesson
Laugardaginn 4. september 2021 15:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og kynferðislega áreitni gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku er hún var 13 ára á nokkrum stöðum. Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa sent henni „í fjölda skipta“ myndir og myndbönd í gegnum fjarskiptatæki og samfélagsmiðla sem sýndu hann á kynferðislegan hátt.

Í ákærunni sem DV hefur undir höndum er eitt myndbandið sérstaklega tiltekið, en þar er hann sagður hafa sýnt af sér ruddalegt, lostugt og ósiðlegt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

Viðurlög við brotum gegn ákvæðum hegningarlaga er varða samræði við börn yngri en 15 ára eru fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 ár.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefst forráðamaður ólögráða stúlkunnar að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða stúlkunni tvær og hálfa milljón króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“