fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Bannað að koma aftur í dýragarðinn – Átti í „sambandi“ við simpansa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 06:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur dýragarðsins í Antwerpen í Belgíu hafa bannað Adie Timmermans að koma oftar í dýragarðinn. Ástæðan er „samband“ hennar við simpansann Chita. Chita kom í dýragarðinn fyrir 30 árum og hefur því eytt megninu af ævi sinni í dýragarðinum. Þar hefur hann búið með öðrum simpönsum og var samband hans við þá gott þar til fyrir fjórum til fimm árum síðan.

Þá lagði Timmermans leið sína fram hjá apabúrinu og svo virðist sem fljótlega hafi einhverskonar tengsl eða samband komist á á milli hennar og Chita. Eftir þetta heimsótti hún Chita vikulega en nú er þessum heimsóknum lokið að sögn Newsweek.

„Ég elska dýr og hann elskar mig. Ég hef ekkert annað. Af hverju að taka þetta af mér? Við áttum í sambandi, það verð ég að játa,“ sagði Timmermans í samtali við Newsweek.

Það er rétt að taka fram að þegar hún segir að þau hafi átt í sambandi þá var um fallegt samband að ræða þar sem Timmermans heimsótti Chita einu sinni í viku og þau vinkuðu hvort öðru og sendu fingurkossa í gegnum girðinguna. Það er þetta sem Timmermans lýsir sem „sambandi“ þeirra.

En nú getur hún ekki heimsótt Chita oftar þar sem stjórnendur dýragarðsins hafa bannað henni að koma oftar. Ástæðan er að dýragæslufólk telur að Chita geti ekki átt í eðlilegum samskiptum við hina simpansana því hann var svo upptekinn af Timmermans. Þetta varð að sögn til þess að hinir aparnir byrjuðu að hunsa hann og er hann því einn megnið af deginum. Nú á að reyna að breyta því með því að loka á heimsóknir frá Timmermans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi