Lögregla handtók í dag blóðugan mann með hníf. Lögreglunni hafði borist tilkynningar um manninn sem var þá staddur í miðbænum, og fann hann í annarlegu ástandi annars staðar í borginni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Hann var handtekinn, en auk þess var lagt hald á hnífinn sem fannst í fórum hans, auk miklu magni fíkniefna.
Auk þess var lögreglu tilkynnt um mann í „sturlunarástandi“, sem hafði ráðist á annan einstakling. Lögreglan fór á vettvang, en ekki er vitað meira um málið.