Sá atburður átti sér stað á Egilsstöðum í gær að karlmaður sem gengið hafði berserksgang vopnaður loftbyssu varð fyrir skoti lögreglu eftir að hafa virt fyrirmæli um að leggja frá sér vopnið að vettugi. Vegna þessa verður opnuð áfallamiðstöð í Egilsstaðaskóla milli klukkan 16 og 18 í dag þar sem Rauði krossinn mun veita sálrænan stuðning og skyndihjálp. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi.
„Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hefur á kvíða hjá þeim og vanlíðan.“