Maðurinn sem lést í slysi á Eyrarbakka í gær hét Sigurður Magnússon var 56 ára gamall.
Sigurður bjó á Selfossi og lætur eftir sig eiginkonu fjögur börn, tengdabörn, tvö barnabörn, móður og systur.
Vísir greindi frá.
Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í gær að maður hefði látist í slysi á byggingarsvæði um klukkan þrjú og að lögreglan væri með slysið til rannsóknar.