fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Yngsti knapi Miðflokksins vill ekki hjálpa fólki í neyð – „Miss­um ekki sjón­ar á því sem skipt­ir mestu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 15:00

Myndir: Miðflokkurinn og Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, sem skipar 3. sæti Miðflokksins í SV-kjördæmi í komandi alþingiskosningum, vill ekki að Ísland taki á móti flóttafólki frá Afganistan, þrátt fyrir gríðarlega slæmt ástand þar í landi. 

Ástæðurnar fyrir því að Brynjólfur vill ekki taka á móti fólki frá Afganistan virðast vera tvær ef marka má pistil hans sem birtist í Morgunblaðinu. Annars vegar segir hann að hér á Íslandi þurfi að bæta og laga velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið og hins vegar segir hann að Ísland beri ekki ábyrgð á því sem er að gerast í Afganistan.

„Á sama tíma kepp­ast ís­lensk­ir ráðamenn við að kalla yfir sig ábyrgð á því að trú­arof­stæk­is­hóp­ur hafi tekið yfir hið fjar­læga land Af­gan­ist­an eft­ir að stærsta her­veldi heims heykt­ist á að halda úti her­sveit­um sín­um þar,“ segir Brynjólfur í pistlinum.

Spyr hvort Íslendingar beri einhverja ábyrgð

Hann segir að atburðarásin í Afganistan hafi verið hraða en fyrirsjáanleg. „Valda­bröltið í Af­gan­ist­an stend­ur á tíma­mót­um og aug­ljóst að ný öfl og nýj­ar þjóðir munu nú sigla inn í kjöl­farið. Eft­ir stend­ur sárs­auka­full og kostnaðar­söm til­raun við að breyta þjóð sem virðist ekki hafa verið til­bú­in að berj­ast fyr­ir þess­um breyt­ing­um sjálf. Gæti verið að heima­menn séu núna þrátt fyr­ir allt nær því að ráða eig­in ör­lög­um?“

Þá kemur Brynjólfur inn á það að ábyrgð Íslendinga á ástandinu í Afganistan sé engin. „Bera Íslend­ing­ar ein­hverja ábyrgð á því hvernig fór eins og ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar kepp­ast við að segja?“ spyr hann.

„Það er erfitt að sjá. Af­skipti Íslend­inga hafa fyrst og fremst fal­ist í mannúðar­starfi og að veita af­gönsku þjóðinni aðstoð við að nútíma­væða samfélagið. Starf sem nú virðist koma fyr­ir lítið. Íslend­ing­ar hafa ekki farið með vopn­um inn í Af­gan­ist­an en hafa svarað ákalli um aðstoð, sem meðal ann­ars hef­ur komið frá heima­mönn­um, og látið fé af hendi rakna til upp­bygg­ing­ar.“

„Það er ekk­ert sem rök­styður það að Íslend­ing­ar beri sér­staka ábyrgð“

Að lokum segir Brynjólfur að það sé „fráleitt“ að taka sérstaklega á móti fólki frá Afganistan. „Það er ekk­ert sem rök­styður það að Íslend­ing­ar beri sér­staka ábyrgð á því hvernig fór í Af­gan­ist­an. Áfram munu þau alþjóðlegu sam­tök sem hafa starfað þar reyna að aðstoða nauðstadda og vinna að mannúðar­mál­um. Við Íslend­ing­ar eig­um að standa við skuld­bind­ing­ar okk­ar gagn­vart þess­um sam­tök­um og aðstoða þau við að hjálpa Af­gön­um heima við,“ segir hann.

„Það væri frá­leit niðurstaða núna að fara að efna til sér­stakra fólks­flutn­inga frá Af­gan­ist­an til Íslands í ein­hverri keppni ráðherra lands­ins við að beina sjón­um frá því hvernig þeir eru að skilja við ís­lenska vel­ferðar­kerfið. Miss­um ekki sjón­ar á því sem skipt­ir mestu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun