fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Kynlífsdúkka fannst á víðavangi í austurbænum – „Dúkkan var flutt á lögreglustöð, en eigandi hennar er ófundinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 21. ágúst 2021 11:16

Mynd þessi er samsett og óvíst hvort að umrædd kynlífsdúkka sé að þessari gerð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefni lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu eru afar fjölbreytt. Á dögunum var hringt í lögreglu vegna torkennilegs hlutar við göngustíg á fjölfarinni leið. Tveir lögreglumenn voru sendir á svæðið til að kanna málið og reyndist þá vera um kynlífsdúkku að ræða. Hvernig hún endaði þar sem hún fannst er ekki vitað og mun eigandi hennar vera ófundinn. Kynlífsdúkkan var flutt á lögreglustöð svo þeir sem sakna hennar geta vitjað hennar þangað.  Lögreglan skrifaði um þetta á Facebook:

„Athugull borgari setti sig í samband við lögregluna á dögunum og tilkynnti um torkennilegan hlut sem varð á vegi hans á heilsubótargöngu í austurborginni. Með fylgdu greinargóðar upplýsingar um staðsetningu hlutarins, sem viðkomandi sá í gróðri nokkuð utan við göngustíg á fjölfarinni leið, en engar frekari upplýsingar um hlutinn sjálfan. Ætla má að borgarinn hafi talið það ráðlegra að lögreglan myndi taka hlutinn til nánari skoðunar, frekar en að hann gerði það sjálfur enda aldrei að vita hvaða hættur kunna að leynast þegar torkennilegir hlutir eru annars vegar.

Með fyrrnefndar upplýsingar í farteskinu héldu tveir lögreglumenn til leitar að hinum torkennilega hlut, en segja má að á þá hafi runnið tvær grímur þegar á vettvang var komið. Ágætlega gekk að koma augu á hlutinn í gróðrinum, en það þurfti að fara alveg upp að honum til að ganga úr skugga um hvað hér var á ferðinni. Til að gera langa sögu stutta reyndist þetta vera kynlífsdúkka í fullri stærð. Dúkkan var flutt á lögreglustöð, en eigandi hennar er ófundinn þegar þetta er ritað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“