fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

„Maðurinn sem varð manninum mínum að bana gengur laus og nýtur lífsins“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. ágúst 2021 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Björg Randversdóttir, unnusta Daníels heitins Eiríkssonar, sem lést með voveiflegum hætti á föstudaginn langa, ritar lokaða færsla á Facebook-síðu sína í dag sem hún gaf DV góðfúslega leyfi til að birta úr.

Í færslunni fullyrðir Lilja Björg að maður sem var í fréttum um helgina, vegna meintrar árásar á rúmenskan mann í miðbænum, þar sem beitt var trébarefli og rúður í bílnum mölbrotnar, sé einnig meintur banamaður Daníels. Meintur þolandi í þeirri árás, Gabriel Pruteanu, segir svo einnig vera.

Sjá einnig: Gabriel lamaður af ótta eftir árás á fimmtudag

Á föstudaginn langa, þann 2. apríl síðastliðinn, lét Daníel Eiríksson lífið í átökum við mann sem kom að heimili hans í Kópavogi í þeim tilgangi að selja honum fíkniefni til neyslu. Er maðurinn, sem er rúmenskur, kom á vettvang og áttaði sig á því hver átti í hlut, vissi hann upp á sig sökina, en Daníel og maðurinn höfðu átt í deilum áður þar sem Daníel sakaði manninn um að stela af sér verðmætum.

Bíll mannsins kom við sögu í dauða Daníels og hefur Rúmeninn staðhæft að um slys hafi verið að ræða. Daníel hafi hangið utan á bílnum og fallið í jörðina þegar maðurinn ók burtu.

Ástvinir  Daníel leggja engan trúnað á þann framburð mannsins að þetta hafi verið slys.

Umræddur maður var aftur í fréttum í sumar er hann rauf farbann og fór úr landi á fölskum skilríkjum. Hann skilaði sér þó aftur til landsins, er í farbanni en gengur laus. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir.

Mynd: Facebook

„Elskaði þennan mann meira en allt“

Lilja Björg skrifar á Facebook-síðu sína:

„Elskaði þennan mann meira en allt. Vid vorum eitt. Eftir að þú varst tekinn af mér á þennan hrottalega hátt hef ég ekki verið söm. Með þér vaknaði ég með tilhlökkun í hjarta en núna vakna ég með brostið hjarta. Engin tilhlökkun fyrir deginum.

Strákurinn minn sem ég elska útaf lífinu hefur hjálpað mér mikið að vilja halda áfram að lifa. En það sem er að fara með mig og að láta mig vera gefast upp (missa vitið) er að maðurinn sem varð manninum mínum að bana gengur laus og nýtur lífsins. Lögreglan lofar öllu fögru og að vinna sé vel í málinu. Maðurinn sé í farbanni. Er búin vera í kvíða að hitta þennan mann úti á götu sem drap manninn minn og sýnir enga iðrun. Hann var bara 4 daga í gæsluvarðhaldi þótt hann hafi játað að hafa orðið Daníel að bana og flúið vettvang.

Ég þurfti að koma að honum! Mun alltaf sitja í mér. Þessi maður sem er í farbanni flýr úr landi, fer sjálfviljugur til löggunnar og framseldur til Íslands. Hélt auðvitað að honum væri haldið í haldi! En nei, hann heldur áfram að lúskra á fólki og hóta því lífláti.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð