fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Helgi fékk lof og last eftir umdeildan pistil um Ingó Veðurguð – „Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 10:06

Helgi Áss Grétarsson og Ingó Veðurguð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill Helga Áss Grétarssonar, stórmeistara í skák og lögfræðings, vakti mikla athygli fyrir rúmum mánuði síðan þegar mál Ingólfs Þórarinssonar, Ingó Veðurguðs, voru í hámæli. Pistillinn var afar umdeildur en hann bar nafnið „Ég er Ingó Veðurguð“.

Sjá einnig: Helgi Áss er Ingó Veðurguð

Eins og frægt er átti Ingó að stjórna brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en var afbókaður vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Ingó sendi í kjölfarið ásamt Villa Vill, fyrrum lögmanni sínum, kröfubréf á fimm einstaklinga vegna ummæla sem þeir létu falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum.

Í pistlinum umdeilda líkti Helgi aðförinni gegn Ingó við McCarthy-isma og var ekki ánægður með að dómstóll götunnar skildi dæma hann sekan á Twitter.

Helgi hefur ritað nýjan pistil sem birtist á Vísi í dag þar sem hann segir fólki að vara sig á „vælumenningunni“.

„Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba,“ segir Helgi.

Hann segir hjarðhegðun vera smitandi og lýtur svo á að margar stoðir samfélagsins samþykki það að hægt sé að dæma einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum.

„Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar,“ segir Helgi og ræðir svo viðbrögðin sem hann fékk við umdeildu greininni.

Hann segir að margir hafi farið á samfélagsmiðla og andmælt viðhorfum sínum.

„Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumiklum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt,“ segir Helgi en sá aðili þakkaði honum fyrir að vera rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun.

Aðilinn sem sendi Helga skilaboðin sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti.

Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti.

„Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi,“ segir Helgi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt