Agnes Johansen, framleiðandi hjá RVK Studios sem framleiðir þættina, segir við RÚV að það þurfi nokkra tökudaga til að koma honum úr þættinum en að þetta muni ekki seinka framleiðslu þáttanna.
Söngvarinn Auðunn Lúthersson, einnig þekktur sem Auður, var búinn að leika aukahlutverk í þriðju þáttaröð Ófærðar en hann verður klipptur úr þáttunum. RÚV greinir frá.
Sjá einnig: Þolendur Auðs stíga fram á samfélagsmiðlum – Yfirlýsingin í gær blaut tuska í andlitið
Auður óskaði sjálfur eftir þessu en hann hefur einnig hætt störfum hjá Þjóðleikhúsinu og hætti við að taka þátt í tónleikum á vegum Bubba Morthens sem fóru fram í júní.
Margar sögur um meint ofbeldi Auðs flugu á internetinu fyrir nokkru síðan og viðurkenndi hann að hafa farið yfir mörk einnar konu árið 2019.
Agnes Johansen, framleiðandi hjá RVK Studios sem framleiðir þættina, segir við RÚV að það þurfi nokkra tökudaga til að koma honum úr þættinum en að þetta muni ekki seinka framleiðslu þáttanna.