fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Yfirgaf eiginmanninn á veitingastað vegna klósettferðar

Fókus
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óánægð eiginkona deildi raunum sínum með notendum umræðuvefsins Reddit þar sem hún greindi frá gífurlegum ósið sem eiginmaður hennar hefur tekið upp á eftir að þau fluttu inn í nýtt hús. Ósiður þessi leiddi til hörku rifrildis milli hjónanna eftir að eiginkonan fékk nóg og skildi eiginmanninn eftir aleinan á veitingastað.

„Eiginmaður minn, Justin, byrjaði að verja miklum tíma inn á baðherbergi eftir að við fluttum inn á nýja. heimilið okkar,“ skrifar konan. „Við erum að tala um 45 mínútur bara til að pissa svona 4-5 sinnum á dag.“

Eðlilega fór þessi vani eiginmannsins fljótlega að fara hressilega í taugarnar á eiginkonunni, enda ætti það ekki að taka menn hátt í klukkustund að tæma þvagblöðruna, nema ef til staðar væri tilefni fyrir læknisheimsókn.

Þetta náði svo hámarki nýlega þegar hjónin hugðust gera sér dagamun og skella sér rómantískt út að borða.

Þegar Justin stóð upp eftir að hafa pantað matinn og sagðist ætla að bregða sér á salernið ákvað eiginkonan að minna hann góðfúslega á að þau væru á veitingastað og nú væri ekki rétti tíminn fyrir maraþon klósettferð.

„Áður en hann fór minnti ég hann góðfúslega á að við værum á veitingastað og hann ætti því ekki að taka sér of langan tíma inn á klósetti. Hann gretti sig þá og bað mig um að hætta þessu nöldri, hann kæmi til baka að vörmu spori.“

Svo leið og beið. Eftir rúmlega korter ákvað hún að hringja í manninn og reka á eftir honum, enda var matur þeirra tilbúinn og beið þess að vera neytt. Justin svaraði þó ekki í símann. Þá stóð eiginkonan upp og stakk sér inn á salerni og spurði hvort það væri nú ekki í lagi með hann. Hann svaraði að hann væri bara rétt að klára.

Aftur settist konan við matarborðið og beið, en ekkert bólaði á manninum. Hún ákvað að bíða ekki lengur og byrjaði að borða. Án þess að flýta sér neitt sérstaklega náði konan að klára máltíðina áður en maðurinn kom.

„Ég reyndi einu sinni enn að hringja í hann eftir að ég var búin að borða en hann skellti á mig. Ég varð þá verulega pirruð og bað þjóninn um að fá að greiða fyrir minn mat, borgaði, skildi eftir þjórfé og svo gekk ég út.“

Hún náði sér í far heim til sín og hafði verið heima í tuttugu mínútur þegar eiginmaðurinn skilaði sér loksins heim, vægast sagt reiður út í konu sína.

„Hann tók reiðikast og hélt fyrirlestur um það að ég væri eigingjörn fyrir að hafa yfirgefið hann þarna jafnvel þó ég hafi reynt að hringja í hann og hann skellt á mig. Hann sagði að síminn hans hefði orðið batteríslaus. Hann sagði að hann hefði haldið að maturinn okkar yrði lengur á leiðinni og hafi því ákveðið að fara á klósettið og ég hefði bara átt að bíða aðeins lengur eftir honum eftir að ég tilkynnti honum að maturinn væri kominn, en ég væri bara svo eigingjörn.“

Eiginkonan svaraði þá að þetta væri í síðasta sinn sem hún færi með honum út að borða.

Notendur Reddit tóku undir með konunni að svona framkoma væri óásættanleg.

„Hvað í fjandanum er hann að gera þarna inni?,“ spurði einn. Sá taldi fjórar ástæður sennilegar. „1. Hann er háður símaleikjum, 2. Hann er háður klámi og er að skoða það á síma sínum og stunda sjálfsfróun, 3. Hann á í verulegum vandamálum við að fara á klósettið og þarf að þrífa það eftir á, 4. Eitthvað annað“

Annar benti á að sama hver ástæðan væri þá væri þetta vandamál sem þurfi að taka á í hjónabandinu.

Enn annar bætti við að þetta væri argasti dónaskapur. „Hver sem ástæðan er þá er hann ekki að vera 100 prósent hreinskilinn við þig og þú ættir ekki að þurfa að sitja á veitingastað í rúmlega 40 mínútur að bíða eftir að hann klári að pissa“

Nokkrir veltu upp þeirri spurningu hvort maðurinn væri kannski að halda framhjá og væri að nýta tímann á klósettinu til að eiga í samskiptum við viðhaldið.

„Biddu hann um að skilja símann eftir næst,“ stakk einn lausnamiðaður upp á. „Þetta er einföld bón. Ef hann skilur símann eftir og er samt svona lengi þá er líklega eitthvað heilsufarsvandamál til staðar sem hann vill ekki ræða og þá þarf hann að leita til læknis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður