fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Bíl Harðar var stolið í Rússlandi – ,,Búið að keyra hann út úr Moskvu, taka hann í sundur og selja partanna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 14:00

Hörður Björgvin Magnússon. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi, sagði áhugaverða sögu í hlaðvarpsþættinum Hæ Hæ á dögunum. Þá sagði hann frá því þegar bíl hans í Moskvu var eitt sinn stolið.

Hörður átti bíl af gerðinni Hyundai Tucson. Hann keyrir þó ekki sjálfur í Moskvu þar sem hann hefur bílstjóra á sínum snærum.

Bílstjórinn fór svo í tveggja daga frí og lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér.

,,Hann lagði bílnum, var í tveggja daga fríi. Síðan þegar hann ætlaði að fara í bílinn tveimur dögum seinna, hann fór ekkert út af heimilinu í tvo daga, sá hann að bíllinn var farinn,“ sagði Hörður.

Hann sagði jafnframt að bílstjóranum hafi sárnað atvikið mikið.

,,Honum leið svo illa yfir þessu, hringdi í lögguna og var alveg brjálaður því hann hélt að hann væri að fara að borga bílinn.“

Þrátt fyrir að Herði hafi verið úthlutað bílnum af styrktaraðila CSKA, Hyundai, þá var bíllinn ekki tryggður.

,,Löggan fer í málið og fer að skoða þetta. Hún sagði að þessir bílar væru léttustu bílar til að stela og fara í burtu með. Síðan, svona 5, 6, 7 dögum seinna, kemur lögreglan með svar. Segja ‘heyrðu, við sáum bílinn í myndavél. Hann er farinn út úr Moskvu.’ Það var búið að keyra hann út úr Moskvu og inn í eitthvað hverfi, taka hann í sundur og selja partanna.“

Hörður bætti að lokum við að félagið hafi að mestu greitt tjónið af því að bílnum hafi verið stolið. Hann sagði þó að hann, ásamt Arnóri Sigurðssyni, hafi þurft að greiða eitthvað einnig.

Arnór og Hörður voru liðsfélagar hjá CSKA en sá fyrrnefndi er nú farinn á láni til Venezia á Ítalíu. Þar sem þeir bjuggu nálægt hvorum öðrum ákváðu þeir að deila bíl og bílstjóra í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sú besta í fyrra snýr aftur

Sú besta í fyrra snýr aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu
433Sport
Í gær

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár