fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Bandaríkjamenn láta bólusetja sig á laun – Óttast viðbrögð ættingja og vina sem eru á móti bóluefnum

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 16:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um bóluefni, gagnsemi þeirra, öryggi og tilgang ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum undanfarin misseri. Hér á Íslandi hefur þó minna farið fyrir andstæðingum þeirra, enda um 90% þeirra sem á að bólusetja samkvæmt skilgreiningu heilbrigðisyfirvalda, þegar bólusettir. Annað er uppi á teningnum í Bandaríkjunum, en þar hefur þessi spurning svo gott sem klofið þjóðina.

CNN sagði frá því í vikunni, að hinar miklu deilur um bólusetningar hafi nú valdið því að fólk láti bólusetja sig á laun og hefur eftir Priscilla Frase, lækni í Missouri, að fólkið hafi jafnvel upplifað eitthvað fyrir sig sem fékk það yfir á aðra skoðun en fjölskyldumeðlimir þeirra. „Það skoðaði málið sjálft, talaði við fólk á eigin forsendum og komst að eigin niðurstöðu,“ sagði læknirinn við Anderson Cooper, blaðamann CNN.

Þá lýsir hún því að fólk hafi komið í bólusetningamiðstöðvar í dulargervi og gengið svo langt að grátbiðja starfsfólk þar um að þegja yfir ráðabrugginu. „Gerðu það, gerðu það, gerðu það, ekki segja neinum að ég hafi verið bólusett/ur.“ Þá segir hún heilbrigðisstarfsfólk gera sitt besta til að bregðast við óskum um leynd eða næði þegar kemur að bólusetningum. Hafa bólusetningar meðal annars verið framkvæmdar úti á bílastæðum sjúkrahúsa eða í gegnum bílalúgu.

Aðeins 41% íbúa Missouri eru fullbólusett en þar geisar nú mikil aukning í smittilfellum vegna Delta afbrigðisins svokallaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna