fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Milljónamæringurinn úr Mosfellsbæ tók pollrólegur við lottóvinningnum – Engu mátti muna að vinningsmiðinn hefði glatast

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. júlí 2021 18:24

Mynd úr safni en hún tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lottóspilari sem vann 54,5 milljónir króna í síðasta mánuði  var rólegur og yfirvegaður þegar hann nálgaðist vinningsupphæðina í afgreiðslu Getspár fyrr í dag. Miðinn afdrifaríkari var keyptur þann 12. júní síðastliðinn á sölu stað N1 í Mosfellsbæ en engu mátti muna að vinningsmiðinn hafi týnst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri Getspá.

„Ég er líklega það sem myndi kallast kærulaus lottóspilari“ sagði vinningshafinn aðspurður um hvenær hann áttaði sig á að hann hefði unnið.

„Ég fékk lánaðan síma hjá félaga mínum og notaði lottóappið til að skanna nokkra miða og þar kom vinningurinn í ljós. Ég var reyndar heppinn að hafa ekki týnt veskinu mínu nokkru áður með lottómiðanum góða, en það hafði dottið út úr bílnum hjá mér og tók ég bara eftir því fyrir tilviljun,“ er haft eftir vinningshafanum í tilkynningunni.

Þá kemur fram að lottóspilarinn kærulausi eigi föður sem einnig vann fyrsta vinning í lottóinu árið 1993.

Viðkomandi hefur ekki ákveðið hvernig hann ætlar að verja milljónunum en hluti þeirra mun þá fara til góðgerðamála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“