fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Stórtíðindi í máli Britney – Fær að velja sér lögmann og vill kæra föður sinn

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears stendur í frelsisbaráttu. Hún var svipt sjálfræði fyrir 13 árum síðan eftir erfitt tímabil og var faðir hennar skipaður lögráðamaður hennar. Britney hefur nú barist fyrir því að endurheimta frelsið og endurheimta réttinn til að taka sjálfsagðar ákvarðanir um eigið líf og eigin peninga.

„Ég er hingað komin til að kæra. Ég er reið og ég ætla mér að gera þetta,“ sagði Britney í gegnum síma lögmanns síns í gær og vísaði til þess að hún vill að faðir sinn, Jamie Spears, verði rannsakaður en hún heldur því fram að hann hafi beitt hana harðræði og andlegu sem og fjárhagslegu ofbeldi.

Hún gaf þessa yfirlýsingu eftir að dómari í málinu úrskurðaði að Britney mætti sjálf velja sér lögmann til að gæta hagsmuna hennar í baráttu hennar.

Í kjölfarið birti söngkonan færslu á Instagram þar sem hún notaði í fyrsta sinn myllumerkið #freebritney sem aðdáendur hennar hafa notað um árabil til að vekja athygli á bágri stöðu hetjunnar sinnar.

„Nýjar vendingar – fékk alvöru málsvara í dag. Ég er þakklátt og auðmjúk. Sendi þakkir til aðdáenda minna sem hafa sutt mig. Þið hafið ekki hugmynd um hvað það skiptir mig miklu að fá stuðning frá svona dásamlegum aðdáendum. Guð blessi ykkur öll. Hér er ég að fagna með því að fara á hestbak og fara í handahlaup í dag. #FreeBritney“ 

Britney hefur valið sér lögmanninn Mathew S. Rosengart sem er mikils virtur í Hollywood og var áður saksóknari en búist er við að hann muni taka á málinu af mikilli hörku og fara fram á að Britney fái sjálfræðið aftur.

Margir höfðu furðað sig á ósanngirninni sem var fólgin í því að Britney væri nauðbeygð til að notast við lögmann sem lögráðamaður hennar samþykkti í máli til að fá sama lögráðamann settan af. Af augljósum ástæðum var talið að slíkur lögmaður bæri ekki hag Britney fyllilega fyrir brjósti.

Britney hefur haldið því fram að hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum sem hún kærði sig ekki um, til að taka lyf sem hún vildi ekki taka og til að vera á getnaðarvörn þrátt fyrir að langa í fleiri börn.

Mathew Rosengart hefur kallað eftir því að faðir BritneyJaime, segi af sér sem lögráðamaður þar sem það sé það besta í stöðunni fyrir dóttur hans.

„Ég og lögmannsstofan mín ætlum að komast til botns í því hvað hefur átt sér hér stað seinasta áratuginn,“ segir Rosengart.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun