fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Laðast kynferðislega að systur eiginkonu sinnar – „Ég vil ekki rústa hjónabandinu mínu“

Fókus
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska eiginkonu mína en hvernig hætti ég að hugsa kynferðislega til systur hennar?“

Svona hefst færsla sem Coleen Nolan, ráðgjafi hjá The Mirror, fékk frá lesanda. Hann hefur verið giftur hamingjusamlega í mörg ár en getur ekki hætt að hugsa kynferðislega um systur eiginkonu sinnar.

„Við stundum gott kynlíf þrátt fyrir að hafa átt við nokkur heilsufarsvandamál að stríða en við erum bæði rúmlega fertug. Ég elska hana og get ekki ímyndað mér lífið án hennar. Hún er besti vinur minn, elskhugi minn, félagi minn og eiginkona. Án hennar væri ég ömurlegur,“ hafði maðurinn að segja um eiginkonu sína.

Eina vandamálið við eiginkonu hans er þessi systir hennar. Hún er tíu árum yngri og fráskilin. Hún er ekki með jafn góðan persónuleika og kona hans en það er eitthvað við útlit hennar sem kveikir í honum.

„Ég vil ekki rústa hjónabandinu mínu. Systir hennar veit ekki af þessum tilfinningum mínum og sem betur fer býr hún ekki nálægt okkur. Hvernig hætti ég að hugsa kynferðislega til hennar?“ segir maðurinn.

Coleen segir að það sé eðlilegt að laðast að öðru fólki þegar þú ert í hjónabandi en hann ætti ekki að koma sér í aðstæður með tengdasystur sinni þar sem hann gæti reynt að gera eitthvað af sér.

„Þetta hljómar eins og að þú hafir byggt upp þennan áhuga í hausnum á þér og gert úlfalda úr mýflugu. Það er mikilvægt að minna sig á hvað er undir og hvernig lífið þitt væri án eiginkonunnar þinnar. Hugsaðu um hvað annað er að gerast í lífinu þínu, þarftu að einbeita þér meira að kynlífi eða rómantík í hjónabandinu? Er eitthvað sem vantar í sambandið? Gætiru fundið þér önnur áhugamál sem láta þig hætta að hugsa um tengdasystur þína?“ segir Coleen.

Hún bætir við að það yrði mikill fjölskylduharmleikur ef hann myndi halda framhjá með tengdasystur sinni eða ef hann myndi byrja með henni.

„Hugsaðu um hvernig eiginkonu þinni myndi líða, ímyndaðu þér að þurfa að útskýra þetta fyrir fjölskyldunni. Raunveruleikinn er oftast ekki alveg eins og draumarnir,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því