fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Áhrifavaldurinn Júnía Apríl hágrátandi í beinni útsendingu – „Þetta er ekkert gamanmál“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 14:16

Samsett mynd af grátandi konu og Tómasi. Grátandi konan er ekki Júnía en líklegt er að hún hafi litið nokkurn veginn svona út á meðan símtalið fór fram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Steindórsson hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn ástsælasti Twitter-notandi þjóðarinnar. Þrátt fyrir að einhverjir aðilar hafi stöku sinnum reynt að fella Tómas fyrir óúthugsuð ummæli hans þá kemur hann alltaf sterkari til baka. Þá er einnig vert að taka það fram að Tómas er heimsmeistari í bolluáti. Tómas er þessa stundina að stíga sín fyrstu skref í fjölmiðlabransanum en hann sér um morgunþátt á X-inu 977 alla virka morgna í fjarveru Harmageddon-bræðra.

Í þætti dagsins ákvað Tómas að fjalla um hakkarann sem hefur undanfarna daga herjað á áhrifavalda landsins. Tómas ákvað að heyra í einum áhrifavaldi að nafni Júnía Apríl til að tékka á stöðunni. „Hvernig svona leggst þetta aðgangsleysi í þig?“ spyr Tómas í byrjun símtalsins við Júníu en Júnía svarar ekki, hún hágrætur bara.

„Þetta er ekkert gamanmál,“ segir Tómas þá og spyr hana hvort hún sjái ekki fram á að geta endurheimt reikninginn sinn en Júnía grætur áfram. „Aumingja Júnía, þetta er náttúrulega ekkert gamanmál í rauninni. Mikið tekjutap en ég vona að þetta blessist og að þau fái öll reikninginn sinn aftur.“

Nafnið Júnía Apríl fær eflaust einhverja til að hugsa að um falskt nafn sé að ræða. Það er líklegast rétt enda er ekkert að finna um Júníu á internetinu, sem væri óvenjulegt ef um raunverulegan áhrifavald væri að ræða. Það gerir símtalið þó ekkert verra að Júnía sé ekki til en hægt er að hlusta á símtalið í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“