Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð, mun ekki stýra brekkusöngnum fræga á Þjóðhátíð næstkomandi verslunarmannahelgi. Þetta kemur fram í tilkynningu Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.
Tilkynningin er svohljóðandi:
Ákvörðun er tilkomin vegna nafnlausra ásakana um að Ingó hafi beitt konur kynferðisofbeldi. Sögurnar hafa verið birtar undanfarna daga á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og birtar undir nafni hóps sem Tanja M. Ísfjörð fer fyrir.
Ingó hefur neitað fyrir ásakanirnar og sagst ætla að leita réttar síns.