fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Sveitarfélögum óheimilt að setja gjald á nagladekk

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. júní síðastliðinn samþykkti aðalfundur Landverndar ályktun um að gjaldskylda verði tekin upp fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. Skoraði Landvernd á sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að taka upp gjaldskyldu fyrir nagladekk. Það geta þau hins vegar ekki gert því þau hafa ekki heimild til þess samkvæmt umferðarlögum. Valdið liggur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að í skriflegu svari Þórmundar Jónatanssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, komi fram að árið 2019 hafi komi til álita að veita sveitarfélögum sérstaka heimild til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Athugasemdir hafi komið fram við þetta í samráðsgátt stjórnvalda og því var ákvæðið ekki í frumvarpinu. Hann sagði jafnframt að ekki sé verið að skoða breytingar í þessa átt hjá ráðuneytinu um þessar mundir.

Morgunblaðið segir að í ályktun Landverndar komi fram að rót svifryksvandans sé nagladekk og að tímatakmarkanir á notkun þeirra hafi ekki skilað sér í minni notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?