fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Félagsfræðiprófessor vill leggja niður verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum – „Má ekki bara sleppa þessu?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 18:00

Viðar Halldórsson. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV frá 14. júní þess efnis að öll börn nema tvö sem útskrifuðust úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefðu verið kölluð upp á svið og þeim afhent þar verðlaun á meðan tvö börn sátu hnípin í salnum og fengu enga viðurkenningu, hefur vakið gífurlega athygli og leitt til umræðna í samfélaginu um skólaverðlaun.

Viðar Halldórsson félagsfræðiprófessor birti áhugaverða grein um málið á Kjarnanum í gær, þann 21. júní.

Viðar bendir á að nemendur hafa mismikið forskot þegar kemur að möguleikum á því að fá háar einkunnir. Sumir glími við raskanir sem þeir hafa enga stjórn á, til dæmis lesblindu og athyglisbrest. Sumir búi við erfiðar heimilisaðstæður á meðan aðrir eiga foreldra sem eru vel í stakk búnir til að styðja við bakið á þeim:

„Sumir nemendur eru því með fyrirframgefið forskot á aðra þegar kemur að námi og ná því kannski hærri einkunnum forskotsins vegna, frekar en vegna einhverra eftirsóknarverðra eiginleika sem þeir hafa tileinkað sér í sjálfu náminu. Á meðan sitja aðrir nemendur aftar í röðinni og þá mögulega vegna hindrana sem þeir fengu óverðskuldað í fangið.“

Viðar bendir á að nemendurnir sjálfir hafi litla stjórn á þeim þáttum sem eru ýmist hvati eða hindrun til afreka í námi. Nánast ógjörningur sé hins vegar „að sundurgreina að hve miklu leyti einkunnir hæstu nemendanna skýrast af utanaðkomandi forskoti þeirra á aðra nemendur, eða af natni þeirra við námið. Að sama skapi er næsta ómögulegt að sundurgreina að hve miklu leiti einkunnir þeirra nemenda sem lægri eru skýrast af utanaðkomandi hindrunum, samanborið við aðra nemendur, eða af skorti á natni þeirra við námið.“

„Má ekki bara sleppa þessu?“ spyr Viðar og leggur til að verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum verði lagðar niður. Hann segir:

„Fyrir utan þær vafasömu forsendur sem liggja að baki slíkum verðlaunum (sem stiklað hefur verið á hér að ofan), þá eru aðrir þættir sem einnig má horfa til í þessu samhengi. Til dæmis má halda því fram að þeir nemendur sem fá hæstu einkunnirnar þurfi ekkert sérstaklega á þeirri ytri umbun að halda sem felst í bóka- og blómaviðurkenningum á tyllidögum. Því ytri umbunin sem öllu máli skiptir fyrir nemendur birtist auðvitað í formi þeirra einkunna sem þeir fá á einkunnaspjaldið sitt. Einkunnir þeirra nemenda sem hvað hæstar einkunnir hafa virka sem gjaldmiðill inn í framtíðina. Sterkar einkunnir veita þessum nemendum hvatningu og sjálfstraust, styrkja sjálfsmynd þeirra, sem og veita þeim aukið aðgengi að frekari menntun og inngöngu á vinnumarkað, umfram þá sem lægri einkunnir kunna að hafa. Umbun þeirra sem hæstar einkunnir hafa fyrir námsárangur sinn er því nóg fyrir.“

Sjá grein Viðars

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“