fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hrafn hakkar afsökunarbeiðni Samherja í sig – „Sorrí að þér leið illa, sorrí að þú sökkar svona mikið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 09:54

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji birti afsökunarbeiðni bæði í Fréttablaðinu og í Morgunblaðinu í morgun sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, undirritar. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og einn vinsælusti pistlahöfundur Íslands, hefur birt færslur um afsökunarbeiðnina en segja má að hann hakki hana í sig í færslunum.

Færslurnar sem um ræðir birti Hrafn annars vegar á Facebook-síðu sinni og hins vegar á samfélagsmiðlinum Twitter. Færslan sem hann birti á Facebook hefur á skömmum tíma vakið mikla athygli en til að mynda hefur rithöfundurinn Hallgrímur Helgason deilt henni á sinni síðu. Þá tekur fjölmiðlakonan Lóa Pind Aldísardóttir undir með færslu Hrafns í athugasemdunum við hana.

Sjá einnig: Þorsteinn biðst afsökunar en skellir skuldinni um leið á Jóhannes – „Við hörmum þetta“

Hrafn segir í upphafi færslunnar að það sé þess virði að staldra aðeins við og rýna í það sem raunverulega stendur í afsökunarbeiðninni sem birtist í blöðunum í morgun.

„Nú þegar Þorsteinn Már hefur sjálfur skrifað undir þessa bljúgu afsökunarbeiðni fyrir hönd Samherja held ég að það sé þess virði að staldra aðeins við og rýna í hvað stendur í alvörunni í þessu ágæta bréfi,“ segir Hrafn og tekur svo fyrir fyrstu línur afsökunarbeiðninnar sem hljómar svona:

„Ámælisverðir viðskiptahættir fengu að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu. Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar.“

„Það sem stendur raunverulega þarna er að einhverjir skúrkar hafi í nafni Samherja stundað „ámælisverða viðskiptahætti“. Auðvitað án allrar vitundar og aðkomu yfirmanna fyrirtækisins. Veikleikinn var fyrst og fremst að treysta, treysta og elska,“ segir Hrafn um þessa fyrstu línur afsökunarbeiðninnar.

„Sorrí að þér leið illa, sorrí að þú sökkar svona mikið“

Næstu línur sem Hrafn tekur fyrir hljóða svona: „Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar.“

Hrafn segir að þarna sé á ferðinni „hin sígilda ofbeldismannaafsökunarbeiðni“. „Ahh, þetta er hin sígilda ofbeldismannaaföskunarbeiðni; við biðjumst ekki afsökunar á framferði okkar, siðleysi, lögbrotum og ofsóknum – heldur biðjumst við afsökunar á upplifun þolandans. Sorrí að þér leið illa, sorrí að þú sökkar svona mikið,“ segir hann.

Þá tekur Hrafn næst fyrir eftirfarandi línur úr afsökunarbeiðninni:

„Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi. Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana.“

Hrafn segir við þessu: „Mistök, ekki brot, ekki glæpur. Bara smá slys. Gerist ekki aftur. Höfum gripið til viðamikilla ráðstafana. Ætlum samt ekki að segja ykkur hverjar þær eru, en þær eru alveg geggjaðar og alveg heví viðamiklar. Engin fleiri þriðjaheims arðrán, lofum.“

Að lokum tekur Hrafn svo fyrir síðustu tvær málsgreinar afsökunarbeiðninnar. „Frá upphafi hefur það verið meginmarkmið okkar að framleiða hágæða sjávarafurðir í sátt við umhverfið með ríka áherslu á sjálfbærni og góða umgengni við auðlindir sjávar. Við viljum halda því áfram og horfa fram á veginn. Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði. Við munum ekki láta slíkt henda aftur,“ s

Meginmarkmið þessa risavaxna stórfyrirtækis sem er núna rannsakað í mörgum ríkjum fyrir glæpsamlega viðskiptahætti er alls ekki að græða eins ógeðslega mikinn pening og við getum, heldur koma sem best fram við móður jörð. Raunar mætti segja að við værum náttúruverndarsamtök. Sjálfseignastofnun sem þjónar engum nema móður jörð. Ekki hringja í mig til að fá frekar skýringar á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd