fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Sólveig ósátt með að Boga hafi verið boðið en ekki henni

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 09:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvenréttindafélag Íslandbirti í gær mynd í tilefni að því að árið 1915 hefðu konur fengið kosningarétt. Myndin var birt í samstarfi við Íslandsbanka, Landsvirkjun og Byko, en á henni má sjá stóran hóp fólks undir yfirskriftinni: „Vér mótmælum öll.“

Fyrir neðan það stendur: „Við skorum á okkur sjálf og ykkur öll að fjölga konum í áhrifastöðum og tryggja sömuleiðis jafnrétti og fjölbreytileika í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Íslandi til heilla um alla framtíð.“

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, er ekki parsátt með myndina ef marka má Facebook-færslu hennar, en hún setur spurningu við viðveru Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair í hópnum stóra. Sólveig hefur nefnilega ekki gleymt verkalýðsbaráttu flugfreyja Icelandair sem átti sér stað á síðasta ári. Hún segir að Bogi hafi þar leitt „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík.“

Sólveig segir að svo virðist vera sem að mikilvægast sé að taka þátt í kvenréttindabaráttu á sem yfirborðskenndastan og óljósastan hátt, sýna að „við séum öll í þessu saman“, í stað raunverulegrar baráttu.

Þá bendir Sólveig á að hvorki sér né Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hafi verið boðið að vera á myndinni, þrátt fyrir sína baráttu. Sólveig segir því kaldhæðnislega að líklega hafi ekki verið pláss fyrir þær.

„Kvenréttindafélag Íslands birtir þessa mynd í tilefni dagsins, 19. júní. Á henni má sjá hin og þessi, m.a. Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair. Það er ekki nema rétt ár síðan að Bogi Nils leiddi eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík, þegar að Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu. Eins og þið munið kannski var planið að fá karlastéttina flugmenn til að ganga í störf flugfreyja. Ég hefði sagt „Þetta mun aldrei gleymast“ en mig langar ekki að segja ósatt.

Á Íslandi er ár afskaplega langur tími; á endanum skiptir mestu máli að sýna að „við erum öll í þessu saman“, sponsuð af Íslandsbanka og Landsvirkjun, öll í því saman að mótmæla einhverju, svo lengi sem það er bara nægilega yfirborðskennt og óljóst.

(Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvort að mér eða Agnieszku Ewu, formanni og varaformanni í næst-stærsta verkalýðsfélagi Íslands, tveimur verkakonum sem hafa tekið þátt í og skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með ansi góðum árangri, hafi verið boðið að vera með, þá er svarið nei, okkur var ekki boðið. Það var sennilega bara ekki pláss fyrir okkur…)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar