fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Skildi miða eftir í flugvélinni – Fannst eftir 435 daga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 05:59

Miðinn sem Chris skildi eftir. Mynd:Delta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kórónuveiran fór að dreifa sér um heiminn á síðasta ári neyddust flugfélög hvert á fætur öðru til að draga úr flugi og kyrrsetja vélar sínar. Eitt þessara flugfélaga var bandaríska flugfélagið Delta. Það sendi margar af vélum sínum til flugvallarins í Victorville í eyðimörkinni í Kaliforníu þar sem átti að geyma þær þar til hægt væri að hefja flug á nýjan leik.

 Þann 23. mars á síðasta ári lenti Chris Dennis, sem er flugmaður hjá Delta, einni véla félagsins á vellinum. Hann reiknaði með að vélin yrði sótt eftir 14 daga og tekin í notkun á nýjan leik. Hann ákvað að skrifa miða og skilja eftir í flugstjórnarklefanum fyrir flugmennina sem myndu sækja vélina.

 flugmenn, það er 23. mars og við vorum að koma frá MinneapolisSt. Paul. Mikið áfall að sjá svona mikið af flota okkar hér í eyðimörkinni. Ef þú ert kominn til að sækja vélina þá hlýtur að vera farið að birta til. Ótrúlegt hversu hratt þetta gerðist. Ég óska ykkur góðrar ferðar þegar þið takið vélina úr geymslu,“ skrifaði hann.

Vélin var þó öllu lengur í geymslu en Chris reiknaði með því það var ekki fyrr en 1. júní síðastliðinn sem Nick Perez, flugmaður, fann miðann að því er segir á heimasíðu Delta. Þá voru 435 dagar liðnir frá því að Chris skildi hann eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi