fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Logi Sigurbjörnsson býr í dreifbýli í Öxarfirði en er fæddur og uppalinn Húsvíkingur. Árni hefur starfað sem meindýraeyðir síðan árið 1979. Hann opnar sjaldan tölvu né skoðar samfélagsmiðla eða netmiðla í snjallsíma en honum barst til eyrna að fyrirtæki hans, Meindýravarnir Íslands, hefði komið við sögu í frétt hjá DV og þeirri sögu fylgdi að landsþekktur afbrotamaður væri í forsvari fyrir starfseminni.

Árni hefur enn ekki séð umrædda frétt en ákvað að hafa samband við DV, kynna sér málið og útskýra sína hlið á því.

Sjá einnig: Siggi hakkari grunaður um stórtækt svindl í vöruúttektum

Við greindum frá því á föstudag að fjölmörgum fyrirtækjum hefur borist tölvupóstur frá aðila sem kallar sig „Meindýravarnir Íslands“ og óskar eftir að komast í reikningsviðskipti upp á 500.000 krónur. Í tölvupóstinum er tilgreind kennitala fyrirtækisins en við eftirgrennslan kemur í ljós að engin starfsemi er á bak við hana. Sá sem stendur að baki þessu er Sigurður Þórðarson, öðru nafni Siggi hakkari, en hann hefur verið dæmdur fyrir fjársvik, tölvuglæpi og kynferðisbrot.

Meindýraeyðirinn Árni Logi Sigurbjörnsson starfar hins vegar undir merkjum Meindýravarna Íslands enda stofnaði hann fyrirtækið og á merki þess. Hann notar hins vegar ekki upphaflegu kennitölu fyrirtækisins lengur. Hún var því laus og Siggi hakkari fékk henni úthlutað og opnaði vefsvæðið meindyraeftirlit.is en ekki virðist vera á bak við þetta annað en viðleitni til að komast í reikningsviðskipti hjá verslunum.

Siggi pantaði vörur hjá verslun einni upp á 300.000 krónur fyrir skömmu. Hann kom sjálfur á staðinn til að leysa út vörurnar en eigandinn, sem ræddi málið við DV, bar kennsl á hann og stöðvaði viðskiptin.

Árni Logi Sigubjörnsson hafði samband við lögmann sinn vegna málsins, sem komst að því að Hagstofan hefði úthlutað Sigga hakkara gömlu kennitölu fyrirtækis Árna. „Það var hringt í mig í gær og ég spurður hvort ég væri búinn að opna útibú fyrir Meindýravarnir Íslands fyrir sunnan,“ segir Árni og er ekki sáttur við þessa tilburði Sigga hakkara.

Ólíkt Sigga hakkara er Árni ekki með neina vefsíðu undir starfsemina enda er það óþarfi: „Ég er búinn að starfa svo lengi að það þekkja mig allir, ég er að vinna út um allt land. Ég hef verið í eyðingu á vargi, er refa- og minkaveiðimaður, ég fækka vargfugli og hef víða um landið eytt rottum algjörlega,“ segir Árni sem hefur, eins og áður segir, starfað í faginu síðan árið 1979, eða löngu áður en Siggi hakkari fæddist. Sjálfur er Árni fæddur árið 1952.

Árni sér broslegar hliðar á málinu en er ekki sáttur við að dæmdur brotamaður noti nafnið á starfsemi hans til þess að taka vörur út í reikning hjá hinum og þessum. Ætlar hann að kanna réttarstöðu sína í málinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump