fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Hvað er að gerast í Sedgley? Íbúar segja að þrír bæjarbúar hafi verið numdir á brott

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 06:00

Umrætt skilti. Mynd:Sean Rayment

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Sedgley, sem er smábær í West Midlands á Englandi, virðast dularfullir atburðir hafa átt sér stað að undanförnu. Bæjarbúar, að minnsta kosti sumir þeirra, segja að geimverur hafi numið þrjá bæjarbúa á brott á einni viku. Þeir sem trúa á geimverur og fljúgandi furðuhluti telja að West Midlands séu miðpunktur athafna geimvera í Bretlandi.

Skilti hefur verið sett upp við bæinn þar sem segir: „Geimverur hafa numið 3 á brott á einni viku. Hvenær ætlar bæjarstjórnin að gera eitthvað?“

Ekki er vitað hver setti skiltið upp. Daily Star skýrir frá þessu.

Ekki kemur fram hvað bæjarstjórnin á að gera til að stöðva þessi meintu brottnám geimvera á íbúum bæjarins.

Á undanförnum árum hafa margir talið sig sjá fljúgandi furðuhluti á þessu svæði og sérstakar heimasíður hafa verið settar upp þar sem fólk getur skráð slíka lífsreynslu.

Daily Star segir að kona að nafni Lisa, sem býr í Solihull, hafi lýst því að hún hafi séð appelsínugulan hringlóttan hlut á lofti yfir svæðinu. Hann hafi farið miklu hraðar en flugvél og þar sem hún búi nærri flugleiðum þá sé hún vön að sjá flugvélar. Hún sagðist hafa horft á hlutinn í nokkrar sekúndur og hafi hann flogið um skýin, síðan minnkað og að lokum horfið. Hún sagðist sannfærð um að þetta væri sönnun þess að vitsmunaverur búi á öðrum plánetum.

Embættismaður hjá Sedgley sagði í samtali við Daily Star að eitthvað væri í gangi varðandi fljúgandi furðuhluti í bænum en enginn vilji stíga fram opinberlega til að staðfesta það. Hvað varðar brottnám á íbúum bæjarins sagðist hann ekki vera „svo viss um að það væri að gerast“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks