fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Eigendur PT-ferða ákærðir fyrir skattsvik og peningavætti – Gjaldþrot upp á 268 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. júní 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur hins gjaldþrota ferðaþjónustufyrirtækis PT-ferðir, sem áður hét  Prime Tours, hafa verið ákærðir fyrir skattsvik og peningaþætti. Skiptum í þrotabúi félagsins lauk í vor og voru lýstar kröfur 268 milljónir. Rúmlega 44 milljónir greiddust upp í forgangskröfur.

Félagið komst í fréttir árið 2018 en þá sá fyrirtækið um akstursþjónustu fatlaðra samkvæmt samningi við Strætó. Fyrirtækið fór þá í gjaldþrot en eigandinn freistaði þess að viðhalda aksturþjónustunni í gegnum annað félag. Keypti eigandinn bílaflota félagsins á nýrri kennitölu og undir heitinu Far-vel. Strætó samþykkti framsal á samningi Prime Tours til Far-vel um akstursþjónustu fatlaðra.

Þá sinnti félagið ýmiskonar ferðaþjónustu við erlenda ferðamenn og bauð til dæmis upp á afþreyingarferðir innanlands. Slitum er nú lokið á þrotabúi félagsins og heyrir það endanlega sögunni til.

Annar mannanna sem er ákærður var daglegur stjórnandi og stjórnarformaður félagsins en hinn var starfandi framkvæmdastjóri.

Ákæran varðar meint virðisaukaskattsvik upp á rúmlega 6,2 milljónir og vanskil á opinberum gjöldum, þ.m.t. staðgreiðslu á tekjuskatti starfsmanna, upp á tæplega 43 milljónir.

Þá eru mennirnir ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa hagnýtt ávinning af þessum fjármunum sem ekki var staðið skil á.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 14. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“